Margir sem þurfa að halda við fasteignum hafa ekki til þess þekkingu og þurfa því að geta leitað til traustra aðila til að fá góð ráð og ábendingar. Viðhald fasteigna er margslungið og auðvelt að gera mistök sem eru jafnan kostnaðarsöm. Með réttum vinnubrögðum má því spara mikið fé. Það er mikilvægt að ekki sé einungis gert eitthvað í málunum þegar allt er komið í vitleysu og eign liggur undir skemmdum. Fyrirbyggjandi viðhald er meginforsenda þess að kostnaður fari ekki úr böndunum. Til þess þarf þekkingu.
      
Þessi þjónusta ætti að nýtast öllum, þar á meðal öldruðum. Með minnkandi fjárhag og starfsorku vilja eignir oft drabbast niður. Fyrirbyggjandi viðhald er því besta og ódýrasta leiðin.
      
Magnús Þórðarson veitir ráðleggingar varðandi viðhald húsa, efnisval, efnismeðhöndlun, aðstoð við samninga og eftirlit.  Þannig er tryggt að fagmaður fylgist með fagmönnum vinna verkin og þannig er góð útkoma tryggð.