Úttekt vegna leigu:
Þegar úttekt vegna leigu er framkvæmd er farið í öll herbergi húsnæðis og merkt við um ástand þeirra. Athugað er um ástand tækja í eldhúsi og baði og fylltur út ákveðinn listi í þríriti. Að úttekt lokinni kvittar matsmaður og einnig leigusali og leigutaki á skjalið. Hver aðili heldur eftir einu eintaki og í lok leigutíma fara aðilar yfir listann og sést þá hvort eitthvað hefur farið úrskeiðis.
Oftast semja aðilar ef eitthvað minniháttar er að, en geta kallað til matsmann ef ágreiningur rís.

Það sem úttekt gerir er að aðilar komast hjá deilum um hvernig ástand húsnæðis hafi verið í byrjun leigutíma. Tek myndir af því sem er aðfinnsluvert þá.

Báðir aðilar hagnast á þessu fyrirkomulagi því sönnunin um ástand eignar er í skýrslunni. Skýrslan veitir aðhald.

Komi til þess að kalla þurfi matsmann til að meta skemmdir er stuðst við skýrsluna og skemmdir metnar og teknar myndir af skemmdum en það er aukakostnaður.

Kostnaðurinn greiðist til helminga af báðum aðilum en það er samkvæmt lögum. 

Matsmaður og skoðunarmaður síðan 1993.
Fagmennska fram í fingurgóma.