1. Ónógur undirbúningur

Það er engin afsökun að vera illa undirbúinn. Hægt er að afla sér nægra upplýsinga.


2. Að reyna að gera reyfarakaup

Fólk þarf að hafa það sem megin markmið að kaupa það sem hentar fyrir fjölskylduna. Gerðu þér grein fyrir að eignir sem eru orðnar 45-50 ára eða eldri eru á mörgum sviðum komnar á tíma og búast má við kostnaðarsömum viðgerðum. Almennt er talið að ending hurða og innréttinga sé 30 ár, húsgrindur 80-100 ár, glers og lista 20 ár, bárujárn galvaniserað og húðað 40 ár, þakmálning 7 ár, raflagnir, steyptar skolplagnir og heimæðar uþb. 50 ár.


3. Að velja lélega staðsetningu

Staðsetning skiptir miklu máli varðandi skóla og aðra þjónustu án þess að þær séu við baklóðina hjá þér.


4. Að taka lóðina framyfir það sem er innan dyra

Það er alveg sama hversu lóðin er flott, þú býrð innan dyra og húsnæðið þarf að henta fjölskyldu þinni.


5. Að sjá ekki hvort húnæðið hentar þinni fjöskyldu

Hvernig viltu búa? Þarftu svona stóra stofu? Viltu hafa borðstofu eða borðkrók í eldhúsi? Viltu hafa skrifstofuaðstöðu heima? Er bílskúrinn nógu stór? Húsnæðið þarf að henta þinni fjölskyldu. Hér þarf að skoða vel og pæla.

6. Að láta ekki skoða eignina

Þetta er ekki rétti tíminn að láta eitthvað koma sér á óvart og verða fyrir vonbrigðum. Fáðu skoðun hjá reyndum og traustum skoðunarmanni. Mynda þarf gamlar klóaklagnir. Ekki klikka á þessu. Þú átt að skoða eða láta skoða fyrir þig. Kaupandi er ábyrgur og hafa margir farið illa á því kæruleysi að skoða ekki nægilega vel eignina.


7. Að kanna ekki orðspor byggingafyrirtækisins ef um nýtt hús er að ræða

Talaðu við fólk sem keypt hefur af fyrirtækinu og hlustaðu á hvað það hefur að segja. Hægt er að komast að mörgu með þessari aðferð. Þetta á einnig við um fasteignasala, bara spyrjast fyrir um þá. Ef um eldri eign í fjölbýli er að ræða er rétt að grennslast fyrir um hverjir búa í húsinu.


8. Að ná ekki því sem þú vilt, einfaldlega vegna þess að þú ert óþolinmóður

Taktu þann tíma sem þú þarft því fljótfærni getur leitt til mistaka. Sumir verða svo hrifnir að þeir sjá ekki gallana. Aðrir kaupa gegnum síma. Þetta er grundvallaratriði, margir fara of geyst í þetta. Leitaðu hjálpar hjá fagmönnum á þessu sviði, til þeirra sem kunna og geta og eru meistarar.


9. Að bíða eftir betra verði og lægri vöxtum

Þetta er ekki ráðlegt því tækifærin til að ná í rétta eign eru ekki svo mörg. Farðu að öllu með gát því það getur alveg eins verið að verðið hækki og vextir líka.


10. Það veigamesta - Smá heilræði

Mikilvægt er að fara að öllu með gát og gera ekki mistök vegna vankunnáttu eða óðagots. Ef þú gerir tilboð í eign án þess að láta skoða hana fyrst hafðu þá með fyrirvara um skoðun fagaðila í tilboðinu. Ef tilboði er tekið getur þú látið skoða og ert laus allra mála ef skoðunin leiðir það í ljós að ástand eignar er ekki sem skyldi. Annars er tilboðið bindandi. Ástandsskoðun fækkar dómsmálum.
Seljendur ættu að sjá sér hag í því að láta ástandsskoða eignina við sölu. Með því sýna þeir að hugur fylgir máli og að ekkert sé að fela. Einnig er þægilegt að fá skýrsluna á PDF formi þannig að fasteignasalinn getur látið hana fylgja með á fasteignavefina eða sent hana áhugasömum kaupanda.

Á Norðurlöndunum er lögboðið að ástandsskoða vegna sölu. Ef skoðunarmaður verður var við meinta stóra galla kostnaðarmetur hann þá og er sú upphæð dregin frá kaupverði. Auk þess ber seljanda að kaupa tryggingu á eignina til 5 ára vegna hugsanlegra galla sem gætu komið upp innan þess tíma. Þetta þyrfti að taka upp hér.

Undirritaður hefur ástandsskoðað fleiri hundruð eignir án nokkurra eftirmála.

Gangi ykkur allt í haginn.

Magnús Þórðarson
byggingameistari
og matsmaður


 

Ráðleggingar úr ýmsum áttum

  • Látið ekki fasteignasalann ráðleggja þér um val á skoðunarmanni það er ekki í hans verkahring með tilliti til hlutleysis. Í sumum ríkjum USA er það bannað vegna þessa.

  • Viðhald yfirbyggðra svala, svalalokana og sólpalla er sameiginlegur kostnaður íbúa um alla framtíð. Vert er að athuga það sé leitað eftir samþykki þínu um svalalokun og sólpalla nábúa, því þú þarf að borga þegar kemur að viðhaldi .

  • Fáðu ráðgjöf hjá lögmanni við samningsgerð er þú kaupir fasteign, tímarnir eru breyttir og aldrei of varlega farið. Ef snuðað er á þér nærðu kannski ekki nema helmingnum til baka.

  • Athugaðu hverjir búa í viðkomandi húsi áður en þú gerið tilboð, allur er varinn góður.

  • Eftir því sem eignin er eldri er meiri líkur á að hún sé komin á tíma og úr sér gengin. Margir eru að jarða sjálfan sig með slíkum kaupum því þetta er í raun dýrasta húsnæðið, þar sem kaupverð er ekki í samræmi við ástand og aldur. Endalausar endurbætur eru mjög lýjandi og kostnaðarsamar.

  • Ef þú ætlar að leggja parket er ráðlagt að geyma nokkur borð til frambúðar því alltaf má búast við óhöppum og þá er gott að grípa til þeirra.

  • Ef þú ræðst í framkvæmdir er nauðsynlegt að vanda vel val á verktanum. Spyrjast fyrir um hann og láta hann benda á verk sem hann hefur unnið. Með því er hægt að fá upplýsingar um hann. Farið varlega í þessum efnum, ef verkið er umfangsmikið er ráðlegt að fá aðstoð frá kunnáttumönnum.

  • Nauðsynlegt er að fá tilboð í verkið, gera skriflegan samning, þar sem fram koma allar magntölur, öll verð og verklok ásamt greiðslutilhögun.

  • Verktakinn þarf að leggja fram tryggingar er tryggja ábyrgð hans að verki loknu í ákveðinn tíma.( 1-2 ár ) Þá þarf hann að sýna fram á að hann sé með fullgilda verktakatryggingu vegna óhappa og slysa á verktímanum.

  • Þetta er mjög mikilvægt því ef þú gætir þín ekki ertu í raun búinn að gefa út skotleyfi á þig.

  • Sjá dóm hæstaréttar hér sem sýnir að verkkaupi er réttlaus ef hann gerir ekki verksamning.

  • Ef þú kaupir í nýju húsi gættu að hvort lokaúttekt hefur farið fram sem er lögboðin úttekt. Ef ekki gæti verið um hunduða þúsunda króna kostnaður er félli á þig. Athugaðu að byggingastjóratrygging gildir í fimm ár eftir lokaúttekt svo fremi að greitt sé af henni og eða henni hafi ekki verið sagt upp af tryggingafélaginu, allur er varinn góður.

  • Ef þú kaupir fokhelt hús og ætlar að klára sjálfur þarftu að fá byggingastjórann til að samþykkja það skriflega. Annars er allt upp á þína eigin ábyrgð og engin trygging.

     Matsmaður síðan 1993 - Fagmennska í fyrirrúmi.