Þessa dagana eru garðeigendur á fullu að standsetja garða sína, smíða sólpall eða tröppur og efnið sem notað er til þessa brúks er gagnvarið timbur.Gagnvarið timbur er hrein himnasending fyrir okkur íslendinga sem búum við votviðrasama veðráttu.

Í fyrstu voru menn hræddir við að nota timbrið í garðagirðingar og almennt nálægt gróðri en rannsóknir sýna að sá ótti er ástæðulaus. Einnig kom fram ótti fólks við að börn gætu hlotið skaða af að umgangast timbrið en svo er ekki og er það notað í leiktæki án vandræða enda er það vatnsvarið eða málað.

Að loknum miklum rannsóknum hefur komið í ljós að timbrið er ekki skaðlegt umhverfi sínu og því hægt að fleygja því með öðru timbri. Þá hefur einnig komið í ljós að timbrið hefur ekki reynst eins heilsuspillandi og menn héldu það er til dæmis ekki talið krabbameinsvaldandi. Engu að síður er ekki æskilegt að nota timbrið í snertingu við drykkjarvatn eða í skurðbretti og eldhússborð. Ekki má nota það í stíur hjá búpeningi og gæta skal vel að í slíkum málum.

Þegar timbur hefur verið gagnvarið er það rennblautt og ekki hægt að bera á það fyrr en það hefur þornað vel. Þetta er hægt að prófa með því að bera á smá blett, þegar viðurinn tekur vel við þá er hægt að bera á hann. Í Ameríku geturðu beðið um þurrkað gagnvarið timbur.

Þrátt fyrir þessa himnasendingu sem timbrið er þá er samt ýmislegt sem ber að varast í umgengni við það svo sem.

1. Ekki má brenna timbrið í arni eða í kolavél því eiturgufur stíga upp við brunann.
2. Þeir sem eru að vinna við timbrið og að saga það með vélsög ættu að nota hlífðargleraugu og grímu auk þess að vera utandyra eða í vel loftræstu herbergi. Einnig ættu þeir að þvo sér vel um hendur og andlit áður en snætt er og jafnvel áður en þeir troða í pípuna sína.  Nauðsynlegt er að þvo vinnuföt af þeim er vinna við timbrið alveg sér en ekki með fötum annarra í fjölskyldunni.

Sífellt er unnið að þróun nýrra efna er gætu tekið við af timbri á hinum ýmsu sviðum. Til eru á markaði plastefni til að nota í sólpalla og verandir en þau eru alltof dýr í dag en hafa þann kost að vera viðhaldsfrí endingargóð vindast ekki né rifna en eru þrefalt dýrari en timbur.

Þá er til önnur gerð efnis mun ódýrari sem gerð er úr endurunnu plasti ( plastpokum pallettuplasti og fl ) og timburúrgangi. Timbrið er tætt niður plastið einnig og það hitað síðan búinn til marningur úr þessu og mótað í borð og planka. Þessi afurð er virkilega græn í alla staði gerð úr endurunnu efni. Efni þetta er viðhaldsfrítt ( má mála ef vill ) springur ekki né flagnar og er notað í girðingar palla bryggjur og fl.

Eitt stærsta fyrirtækið sem framleiðir þetta efni safnar og kaupir yfir 75.000 tonn af notuðu plasti á ári og fer þörfin vaxandi.

Að þetta sé unnið úr endurunnu efnum er sérstaklega ánægjulegt og full ástæða fyrir okkur að fylgjast vel með því við urðum þessi efni sem eru mikil verðmæti og er það ekki til fyrirmyndar.

sólpallar