Undanfarin ár hefur verið í miklum meirihluta byggð hús með flötum þökum. Það hefur verið mér undrunarefni því reynslan af þeim hefur ekki verið góð. Allt frá árinu 1970 hef ég fylgst með slíkum húsum er byggð voru neðst í Fossvoginum. Málið var að eigendur að úthlutun að heilli götu snéru sér til borgarinnar og báðu um að fá að hafa valmaþök á væntanlegum húsum sínum fengu neitun um slíkt, þökin ættu að vera flöt.
Svo við sat og þökin urðu flöt en fyrir ca 10 árum var farið að leyfa sömu eigendum að setja valmaþök á hús sín því flötu þökin héldu aldrei vatni.
Því er mér með öllu óskiljanlegt að þetta þakform hafi verið tekið í gagnið aftur.
Ég hef komið að mörgum dæmum um léleg vinnubrögð á lagningu bæði einangrunar og dúks þannig að fólk er vart flutt inn er leki kemur í fram.
Verktakar hafa engin leyfi né kunnáttu til að vinna þessa vinnu og því fer sem fer að margur sauðurinn kallar sig verktaka á þessu sviði.
Þá hefur mikið borið á því hin seinni ár að rennsli af þökum er ekki sem skildi því sjávarmölin fyllist af fokleir og öðrum óhreinyndum þannig að þakefnin vatnsmettast og missa einangrunargildi sitt. Með árunum lokast allar leiðir og þarna myndast tjörn. Gróðurmyndun byrjar fljótlega og þarna verðu frekar ömurlegt á að líta. Ekki er hægt að þrífa fokleirinn því hann fer bara neðar í mölina og til hins verra. Fréttir erlendis frá herma að leirinn hafi þau áhrif á dúkinn að hann eyðist með tímanum og þá er fjandinn laus.
Ætla má að vinna við gerð nýrra þaka á þessi hús verði stór þáttur í verktakavinnu næstu árin og þá er bara að finna sökudólginn á þessari vitleysu,
Viðgerð að vetri til.
Þessi sjón er orðin algeng að reynt sé að gera við þökin að vetri til en hvað skal gera þegar íbúðirnar liggja undir skemmdum og eigendur þurfa að flytja út.
Málið er hvort okkur sé bjargandi.