Kaup fasteignar er oftast mesta fjárfesting fólks á lífsleiðinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að vel takist til og að ekki leynist kostnaðarsamar skemmdir eða gallar sem setja fjárhag kaupandans úr skorðum.

Dæmi er um að slíkir bakreikningar nemi fleiri hundruðum þúsunda. Mátt þú við slíku?

Með því að hafa vanan matsmann með í ráðum áður en kaup fara fram má minnka til muna þá hættu að illa fari. 

 

Vanur matsmaður með þjálfað auga sér ýmsa galla og atriði er geta gefið til kynna að eitthvað sé að sem ef til vill færi framhjá leikmanni.  Með það í huga hversu miklir fjármunir eru í húfi er það ekki dýrt að fá aðstoð matsmanns og hugarró að vita af því að allt sé í lagi.