Þegar ágreiningsmál koma upp í viðskiptum tengdum fasteignum o. þ. u. l. er oft kallaður til matsmaður til að leggja faglegt mat á málið.
Þegar þvílík mál fara fyrir dómstóla er tilkallaður "dómkvaddur matsmaður". Í báðum tilvikum leggur hann fram greinargóða skýrslu. Matsgerð sem inniheldur faglegt og hlutlaust mat á efnisatriðum ásamt kostnaðaráætlun.
Aðstoða tjónþola þegar ágreiningur verður um tjónamat tryggingafélaga t.d. bruna, vatnsskaða og fleiri mála.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um þau viðfangsefni sem ég hef fengist við á liðnum árum.
Illa unnin viðgerð á parketi. Skásamkeyti geta aldrei blessast vegna þess að þau verða áberandi vegna litamismunar og skálínur eru ekki í samræmi við aðrar línur í parketinu.
Illa farnar tröppur sem sýna að viðhaldi hefur ekki verið sinnt.
Steypt burðarsúla undir svölum hittir ekki á undirstöður. Sjá má að búið er að skera tengijárn slétt við stöpul þannig að tenging á milli súlu og undirstöðu er ekki í lagi. Áseta súlu er ekki nægjanleg.
Hér má sjá slæman frágang í sumarbústað. Krossviðarklæðning á grind er ekki skeytt á grindina. Platan er ekki nógu stór til að hægt sé að negla hana á grind allan hringinn sem er forsenda þess að hún gefi styrk.
Hér má sjá dæmi um að búið er að skera teppi undan húsgögnum til að gera við annarsstaðar. Kaupanda var ekki sagt frá þessu og ekki var hægt sjá þetta við skoðun þar sem húsgögn huldu götin.
Steyptar svalir hafa verið brotnar af og nýjar byggðar. Gólfbitar hafa verið settir á knekkti sem eru engan veginn nógu sterk til að halda svölunum uppi. Ekki var sótt um leyfi byggingafulltrúa og er verkið því með öllu ólöglegt.
Séð ofaná blikkklæddan þakkant. Einhver hefur höggvið gat á blikkið og skilið það eftir svona. Eigandinn skildi ekkert í þessum leka.
Niðurfall fyrir handlaug er alltof neðarlega. Það er eitthvað bogið við þetta. Ath. Þetta er í nýju húsi.
Gluggi í nýju húsi er mjög illa farinn vegna illrar umgengni á byggingatíma.
Hroðaleg vinnubrögð á nýjum glugga.
Nýtni í hávegum höfð.
Þaksperra orðin dökk og óásjáleg vegna langvarandi bleytu.
Illa farin blárujárnsklæðning. Vegna lélegrar einangrunar verður rakaþétting innanvert á járninu og það ryðgar þeim megin þannig að það lekur út um samskeytin.
Léleg vinnubrögð á flasningu á þakkanti, vatnið fer fyrir utan rennuna. Sjá hringinn sem sýnir hvar sést í enda þakrennu undir þakflasningu.
Hér má sjá fúa í vegg og gólfi í gömlu timburhúsi frá 1910. Kaupverð var 200.000 á fermeter en kaupandi leitaði sér ekki aðstoðar með skoðun fyrir kaup.